Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1274, 149. löggjafarþing 212. mál: skráning og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs).
Lög nr. 20 10. apríl 2019.

Lög um breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum (ákvörðun matsverðs).


1. gr.

     3. málsl. 3. mgr. 22. gr. laganna orðast svo: Þjóðskrá Íslands er heimill aðgangur að samningum sem ríkisskattstjóri hefur undir höndum um útleigu fasteigna í virðisaukaskattsskyldri starfsemi og öðrum nauðsynlegum gögnum og upplýsingum sem nýtast til ákvörðunar matsverðs fasteigna.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. apríl 2019.