Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 171, 150. löggjafarþing 131. mál: breyting á ýmsum lagaákvæðum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.
Lög nr. 117 30. september 2019.

Lög um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.


I. KAFLI
Breyting á lögum um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna, nr. 64/2019.

1. gr.

     Í stað orðanna „stjórn Fjármálaeftirlitsins“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. 19. gr. og 1. málsl. 6. mgr. 20. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Fjármálaeftirlitið.

II. KAFLI
Breyting á lögum um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019.

2. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 5. mgr. 12. gr., 3. mgr. 16. gr., 5. mgr. 22. gr., 2. mgr. 32. gr. og 3. málsl. 49. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

3. gr.

     4. málsl. 2. mgr. 48. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

III. KAFLI
Breyting á lögum um greiðsluþjónustu, nr. 120/2011, með síðari breytingum.

4. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 4. mgr. 27. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004, með síðari breytingum.

5. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 4. mgr. 10. gr. og 3. málsl. 145. gr. c laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

6. gr.

     4. málsl. 2. mgr. 145. gr. b laganna orðast svo: Ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

V. KAFLI
Breyting á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019.

7. gr.

     Við 1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða I í lögunum bætist: í samræmi við ákvæði 4. gr., þ.m.t. að gefa út reglur um hæfi nefndarmanna í hæfnisnefndum og um málsmeðferð, sbr. 8. mgr. 4. gr.

8. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020.
     Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast ákvæði 7. gr. þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. september 2019.