Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1761, 151. löggjafarþing 791. mál: fasteignalán til neytenda (hámark greiðslubyrðar, undanþágur o.fl.).
Lög nr. 68 22. júní 2021.

Lög um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016 (hámark greiðslubyrðar, undanþágur o.fl.).


1. gr.

     Við 2. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Sem veitt eru í tengslum við hlutdeildarlán í skilningi laga um húsnæðismál.

2. gr.

     Við 2. mgr. 25. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að kveða á um undanþágur frá hámarkinu vegna ákveðins hundraðshluta af heildarfjárhæð veittra lána á tilteknu tímabili.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „eða“ í 1. mgr. kemur: og.
  2. Við 1. mgr. bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Hámark heildarfjárhæðar fasteignaláns getur verið frá fimmföldum til nífaldra árlegra ráðstöfunartekna neytanda. Hámark greiðslubyrðar fasteignaláns getur numið 25–50% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum neytanda. Með ráðstöfunartekjum er átt við væntar viðvarandi tekjur að frádregnum beinum sköttum og gjöldum.
  3. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að kveða á um undanþágur frá hámarkinu vegna ákveðins hundraðshluta af heildarfjárhæð veittra lána á tilteknu tímabili.
  4. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  5.      Seðlabanka Íslands er heimilt að kveða nánar á um útreikning hámarks heildarfjárhæðar fasteignaláns og hámark greiðslubyrðar fasteignaláns í reglum skv. 1. mgr.


4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. júní 2021.