Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1168, 152. löggjafarþing 517. mál: frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins (EURES-netið).
Lög nr. 34 15. júní 2022.

Lög um breytingu á lögum um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 105/2014 (EURES-netið).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 492/2011 um frjálsa för launafólks innan Sambandsins, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 27. september 2012, bls. 299–310, skulu hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 52/2012 frá 30. mars 2012, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 43 frá 2. ágúst 2012, bls. 39, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest, með breytingum skv. 39. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/589 um vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES-netið), aðgang launafólks að þjónustu vegna hreyfanleika og frekari samþættingu vinnumarkaða, og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 492/2011 og (ESB) nr. 1296/2013, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16 frá 12. mars 2020, bls. 145–172.
  3. Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr.:
    1. 1. málsl. fellur brott.
    2. Í stað orðsins „reglugerðarinnar“ í 2. málsl. kemur: reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 492/2011 um frjálsa för launafólks innan Sambandsins.


2. gr.

     Fylgiskjal með lögunum fellur brott.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. júní 2022.