Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 890, 153. löggjafarþing 442. mál: tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist (framlenging gildistíma).
Lög nr. 118 28. desember 2022.

Lög um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist, nr. 110/2016 (framlenging gildistíma o.fl.).


1. gr.

     Á eftir orðunum „útgefendum hljóðrita“ í 1. gr. laganna kemur: og eftir atvikum þjónustuaðila.

2. gr.

     Við 3. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Þjónustuaðili: Sá aðili sem veitir útgefanda hljóðrita þjónustu og sækir um endurgreiðslu fyrir hans hönd.

3. gr.

     Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir skilyrði 1. mgr. 4. gr. og 1. mgr. er þjónustuaðila heimilt að sækja um endurgreiðslu hluta kostnaðar sem fellur til við hljóðritun hér á landi. Í umsókn skal tilgreina áætlaðan útgáfudag og skal hann vera innan hæfilegra marka frá þeim tíma sem sótt er um endurgreiðslu. Nefnd skv. 2. mgr. 4. gr. metur í hverju tilviki fyrir sig hvað teljast hæfileg tímamörk í þessu sambandi.

4. gr.

     Við 6. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um hvaða kostnaður telst endurgreiðsluhæfur.

5. gr.

     Í stað ártalsins „2022“ í 2. málsl. 1. mgr. og 3. mgr. 11. gr. laganna kemur: 2027.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2022.