Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1487, 153. löggjafarþing 476. mál: persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga (málsmeðferð).
Lög nr. 16 4. apríl 2023.

Lög um breytingu á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 (málsmeðferð).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. laganna:
  1. Í stað lokamálsliðar 2. mgr. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Persónuvernd ákveður hvort kvörtun sem berst gefur nægar ástæður til rannsóknar og getur úrskurðað um hvort brot hefur átt sér stað. Persónuvernd skal upplýsa kvartanda um framvindu og niðurstöður máls innan hæfilegs tíma. Persónuvernd skal jafnframt upplýsa kvartanda um heimild hans til að bera ákvarðanir og málsmeðferð stofnunarinnar undir dómstóla, sbr. 4. mgr.
  2. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein sem orðast svo:
  3.      Ákvarðanir Persónuverndar, þ.m.t. ákvarðanir um að taka kvartanir ekki til rannsóknar að hluta til eða öllu leyti, og aðra málsmeðferð stofnunarinnar má bera undir dómstóla með venjubundnum hætti.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. mars 2023.