Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1928, 153. löggjafarþing 957. mál: lax- og silungsveiði (hnúðlax).
Lög nr. 46 7. júní 2023.

Lög um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006 (hnúðlax).


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 27. gr. er veiðifélögum og veiðiréttarhöfum, þar sem ekki eru starfandi veiðifélög, heimilt að veiða hnúðlax (Oncorhynchus gorbuscha) með ádráttarnetum árin 2023, 2024 og 2025. Ráðherra getur með reglugerð sett nánari reglur um veiðar á hnúðlaxi, m.a. um leyfisveitingar, skráningu, sýnatökur og aðra framkvæmd veiða.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. júní 2023.