Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 2147, 153. löggjafarþing 1156. mál: breyting á ýmsum lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands (laun þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna).
Lög nr. 52 21. júní 2023.

Lög um breytingu á ýmsum lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands (laun þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna).


I. KAFLI
Breyting á lögum um laun forseta Íslands, nr. 10/1990.

1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. skulu laun forseta Íslands hækka um 2,5% frá og með 1. júlí 2023 í stað hækkunar samkvæmt ákvæðinu hinn 1. júlí 2023.

II. KAFLI
Breyting á lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, nr. 88/1995.

2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 15. gr. skal þingfararkaup hækka um 2,5% frá og með 1. júlí 2023 í stað hækkunar samkvæmt ákvæðinu hinn 1. júlí 2023.

III. KAFLI
Breyting á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011.

3. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 3. gr. og 3. mgr. 16. gr. skulu laun forsætisráðherra, annarra ráðherra og ráðuneytisstjóra hækka um 2,5% frá og með 1. júlí 2023 í stað hækkunar samkvæmt ákvæðunum hinn 1. júlí 2023.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um dómstóla, nr. 50/2016.

4. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 44. gr. skulu laun forseta Hæstaréttar, varaforseta Hæstaréttar, annarra hæstaréttardómara, forseta Landsréttar, varaforseta Landsréttar, annarra landsréttardómara, dómstjórans í Reykjavík, varadómstjórans í Reykjavík, dómstjóra utan Reykjavíkur og annarra héraðsdómara hækka um 2,5% frá og með 1. júlí 2023 í stað hækkunar samkvæmt ákvæðinu hinn 1. júlí 2023.

V. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008.

5. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. og 4. mgr. 20. gr., 4. mgr. 22. gr. og 7. mgr. 24. gr. skulu laun ríkissaksóknara, vararíkissaksóknara, annarra saksóknara hjá ríkissaksóknara, héraðssaksóknara, varahéraðssaksóknara, saksóknara sem stýrir sviði eða skrifstofu og annarra saksóknara hjá héraðssaksóknara og lögreglustjóra hækka um 2,5% frá og með 1. júlí 2023 í stað hækkunar samkvæmt ákvæðunum hinn 1. júlí 2023.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019.

6. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 5. gr. skulu laun seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra hækka um 2,5% frá og með 1. júlí 2023 í stað hækkunar samkvæmt ákvæðinu hinn 1. júlí 2023.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938.

7. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 7. mgr. 20. gr. skulu laun ríkissáttasemjara hækka um 2,5% frá og með 1. júlí 2023 í stað hækkunar samkvæmt ákvæðinu hinn 1. júlí 2023.

8. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. júní 2023.