Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 2054, 153. löggjafarþing 540. mál: opinbert eftirlit Matvælastofnunar (samræming gjaldtökuheimilda).
Lög nr. 60 21. júní 2023.

Lög um breytingu á ýmsum lögum er varða opinbert eftirlit Matvælastofnunar (samræming gjaldtökuheimilda).


I. KAFLI
Breyting á lögum um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum, nr. 51/1981.

1. gr.

     2. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     Á eftir 3. gr. laganna kemur ný grein, 3. gr. a, svohljóðandi:
     Fyrir eftirlit, umsýslu og skjalaskoðun Matvælastofnunar samkvæmt lögum þessum skal greiða gjald sem ekki er hærra en raunkostnaður til að standa straum af eftirtöldum kostnaðarþáttum:
  1. launum starfsfólks sem sinnir störfum vegna eftirlits, umsýslu og skjalaskoðunar,
  2. öðrum kostnaði vegna starfsfólks, þ.m.t. kostnaði af aðstöðu, áhöldum, búnaði, þjálfun og ferðalögum, svo og tengdum kostnaði,
  3. kostnaði vegna sýnatöku opinberra eftirlitsaðila og kostnaði sem opinberar rannsóknastofur innheimta vegna sýnatöku, greiningar, prófunar og sjúkdómsgreininga sem framkvæmdar eru á opinberum rannsóknastofum.

     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um eftirlit, umsýslu og skjalaskoðun Matvælastofnunar og skal hann gefa út gjaldskrá fyrir eftirlit Matvælastofnunar að fengnum tillögum stofnunarinnar.
     Við gerð reglugerðar og gjaldskrár Matvælastofnunar er heimilt að taka tillit til eftirfarandi atriða:
  1. hvers konar fyrirtæki um er að ræða og viðkomandi áhættuþátta,
  2. hagsmuna fyrirtækja með litla framleiðslu,
  3. hefðbundinna aðferða við framleiðslu, vinnslu og dreifingu,
  4. þarfa fyrirtækja með aðsetur á svæðum sem líða fyrir landfræðilegar takmarkanir.

     Matvælastofnun skal afla umsagnar hlutaðeigandi hagsmunasamtaka og kynna þeim efni og forsendur reglugerðar og/eða gjaldskrár stofnunarinnar með a.m.k. eins mánaðar fyrirvara. Hafi umsagnir þeirra ekki borist Matvælastofnun að mánuði liðnum er ráðherra þó heimilt að setja reglugerð og gjaldskrá án umsagna þeirra.
     Eftirlitsgjald skal greiða samkvæmt framlögðum reikningi opinbers eftirlitsaðila.
     Innheimta má eftirlitsgjaldið með fjárnámi án undangengins dóms eða sáttar. Opinberum eftirlitsaðilum er heimilt að krefjast dráttarvaxta af ógreiddri fjárkröfu vegna eftirlits frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi.

II. KAFLI
Breyting á lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 18. gr. a laganna:
  1. Í stað 1. málsl. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  2.      Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd og inntak eftirlits, umsýslu og skjalaskoðunar Matvælastofnunar og skal hann gefa út gjaldskrá að fengnum tillögum stofnunarinnar. Við gerð reglugerðar og gjaldskrár opinberra eftirlitsaðila er heimilt að taka tillit til eftirfarandi atriða:
    1. hvers konar fyrirtæki um er að ræða og viðkomandi áhættuþátta,
    2. hagsmuna fyrirtækja með litla framleiðslu,
    3. hefðbundinna aðferða við framleiðslu, vinnslu og dreifingu,
    4. þarfa fyrirtækja með aðsetur á svæðum sem líða fyrir landfræðilegar takmarkanir.

  3. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. málsl. kemur: Matvælastofnun.
  4. Í stað orðanna „ráðherra að mánuði liðnum er honum“ í 3. málsl. kemur: Matvælastofnun að mánuði liðnum er ráðherra.


III. KAFLI
Breyting á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993.

4. gr.

     Við 13. gr. laganna bætast fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Fyrir eftirlit, umsýslu og skjalaskoðun Matvælastofnunar vegna aukaafurða dýra skal greiða gjald sem ekki er hærra en raunkostnaður til að standa straum af eftirtöldum kostnaðarþáttum:
  1. launum starfsfólks sem sinnir störfum vegna eftirlits, umsýslu og skjalaskoðunar,
  2. öðrum kostnaði vegna starfsfólks, þ.m.t. kostnaði af aðstöðu, áhöldum, búnaði, þjálfun og ferðalögum, svo og tengdum kostnaði,
  3. kostnaði vegna sýnatöku opinberra eftirlitsaðila og kostnaði sem opinberar rannsóknastofur innheimta vegna sýnatöku, greiningar, prófunar og sjúkdómsgreininga sem framkvæmdar eru á opinberum rannsóknastofum.

     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um eftirlit, umsýslu og skjalaskoðun Matvælastofnunar vegna aukaafurða dýra og skal hann gefa út gjaldskrá fyrir eftirlit Matvælastofnunar að fengnum tillögum stofnunarinnar.
     Við gerð reglugerðar og gjaldskrár opinberra eftirlitsaðila er heimilt að taka tillit til eftirfarandi atriða:
  1. hvers konar fyrirtæki um er að ræða og viðkomandi áhættuþátta,
  2. hagsmuna fyrirtækja með litla framleiðslu,
  3. hefðbundinna aðferða við framleiðslu, vinnslu og dreifingu,
  4. þarfa fyrirtækja með aðsetur á svæðum sem líða fyrir landfræðilegar takmarkanir.

     Matvælastofnun skal afla umsagnar hlutaðeigandi hagsmunasamtaka og kynna þeim efni og forsendur reglugerðar og/eða gjaldskrár stofnunarinnar með a.m.k. eins mánaðar fyrirvara. Hafi umsagnir þeirra ekki borist Matvælastofnun að mánuði liðnum er ráðherra þó heimilt að setja reglugerð og gjaldskrá án umsagna þeirra.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um fiskeldi, nr. 71/2008.

5. gr.

     Í stað 4. mgr. 14. gr. laganna koma sex nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Fyrir eftirlit, umsýslu og skjalaskoðun Matvælastofnunar eða faggiltra eftirlitsaðila á hennar vegum skal greiða gjald sem ekki er hærra en raunkostnaður til að standa straum af eftirtöldum kostnaðarþáttum:
  1. launum starfsfólks sem sinnir störfum vegna eftirlits, umsýslu og skjalaskoðunar,
  2. öðrum kostnaði vegna starfsfólks, þ.m.t. kostnaði af aðstöðu, áhöldum, búnaði, þjálfun og ferðalögum, svo og tengdum kostnaði,
  3. kostnaði vegna sýnatöku opinberra eftirlitsaðila og kostnaði sem opinberar rannsóknastofur innheimta vegna sýnatöku, greiningar, prófunar og sjúkdómsgreininga sem framkvæmdar eru á opinberum rannsóknastofum.

     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um eftirlit, umsýslu og skjalaskoðun Matvælastofnunar og skal hann gefa út gjaldskrá fyrir eftirlit Matvælastofnunar að fengnum tillögum stofnunarinnar.
     Við gerð reglugerðar og gjaldskrár opinberra eftirlitsaðila er heimilt að taka tillit til eftirfarandi atriða:
  1. hvers konar fyrirtæki um er að ræða og viðkomandi áhættuþátta,
  2. hagsmuna fyrirtækja með litla framleiðslu,
  3. hefðbundinna aðferða við framleiðslu, vinnslu og dreifingu,
  4. þarfa fyrirtækja með aðsetur á svæðum sem líða fyrir landfræðilegar takmarkanir.

     Matvælastofnun skal afla umsagnar hlutaðeigandi hagsmunasamtaka og kynna þeim efni og forsendur reglugerðar og/eða gjaldskrár stofnunarinnar með a.m.k. eins mánaðar fyrirvara. Hafi umsagnir þeirra ekki borist Matvælastofnun að mánuði liðnum er ráðherra þó heimilt að setja reglugerð og gjaldskrá án umsagna þeirra.
     Eftirlitsgjald skal greiða samkvæmt framlögðum reikningi opinbers eftirlitsaðila.
     Innheimta má eftirlitsgjaldið með fjárnámi án undangengins dóms eða sáttar. Opinberum eftirlitsaðilum er heimilt að krefjast dráttarvaxta af ógreiddri fjárkröfu vegna eftirlits frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi.

V. KAFLI
Breyting á lögum um útflutning hrossa, nr. 27/2011.

6. gr.

     Í stað 3. mgr. 2. gr. laganna koma sex nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Fyrir eftirlit, umsýslu og skjalaskoðun Matvælastofnunar samkvæmt lögum þessum skulu útflytjendur hrossa greiða gjald sem ekki er hærra en raunkostnaður til að standa straum af eftirtöldum kostnaðarþáttum:
  1. launum starfsfólks sem sinnir störfum vegna eftirlits, umsýslu og skjalaskoðunar,
  2. öðrum kostnaði vegna starfsfólks, þ.m.t. kostnaði af aðstöðu, áhöldum, búnaði, þjálfun og ferðalögum, svo og tengdum kostnaði,
  3. kostnaði vegna sýnatöku opinberra eftirlitsaðila og kostnaði sem opinberar rannsóknastofur innheimta vegna sýnatöku, greiningar, prófunar og sjúkdómsgreininga sem framkvæmdar eru á opinberum rannsóknastofum.

     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um eftirlit, umsýslu og skjalaskoðun Matvælastofnunar og skal hann gefa út gjaldskrá fyrir eftirlit Matvælastofnunar að fengnum tillögum stofnunarinnar.
     Við gerð reglugerðar og gjaldskrár opinberra eftirlitsaðila er heimilt að taka tillit til eftirfarandi atriða:
  1. hvers konar fyrirtæki um er að ræða og viðkomandi áhættuþátta,
  2. hagsmuna fyrirtækja með litla framleiðslu,
  3. hefðbundinna aðferða við framleiðslu, vinnslu og dreifingu,
  4. þarfa fyrirtækja með aðsetur á svæðum sem líða fyrir landfræðilegar takmarkanir.

     Matvælastofnun skal afla umsagnar hlutaðeigandi hagsmunasamtaka og kynna þeim efni og forsendur reglugerðar og/eða gjaldskrár stofnunarinnar með a.m.k. eins mánaðar fyrirvara. Hafi umsagnir þeirra ekki borist Matvælastofnun að mánuði liðnum er ráðherra þó heimilt að setja reglugerð og gjaldskrá án umsagna þeirra.
     Eftirlitsgjald skal greiða samkvæmt framlögðum reikningi opinbers eftirlitsaðila.
     Innheimta má eftirlitsgjaldið með fjárnámi án undangengins dóms eða sáttar. Opinberum eftirlitsaðilum er heimilt að krefjast dráttarvaxta af ógreiddri fjárkröfu vegna eftirlits frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um skeldýrarækt, nr. 90/2011.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „skal“ í 4. mgr. kemur: er heimilt að.
  2. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: Matvælastofnun.
  3. Í stað orðanna „ráðherra að mánuði liðnum er honum“ í 2. málsl. 5. mgr. kemur: Matvælastofnun að mánuði liðnum er ráðherra.


VII. KAFLI
Breyting á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013.

8. gr.

     Í stað 2. mgr. 33. gr. laganna koma sex nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Fyrir eftirlit, umsýslu og skjalaskoðun Matvælastofnunar samkvæmt lögum þessum skal greiða gjald sem ekki er hærra en raunkostnaður til að standa straum af eftirtöldum kostnaðarþáttum:
  1. launum starfsfólks sem sinnir störfum vegna eftirlits, umsýslu og skjalaskoðunar,
  2. öðrum kostnaði vegna starfsfólks, þ.m.t. kostnaði af aðstöðu, áhöldum, búnaði, þjálfun og ferðalögum, svo og tengdum kostnaði,
  3. kostnaði vegna sýnatöku opinberra eftirlitsaðila og kostnaði sem opinberar rannsóknastofur innheimta vegna sýnatöku, greiningar, prófunar og sjúkdómsgreininga sem framkvæmdar eru á opinberum rannsóknastofum.

     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um eftirlit, umsýslu og skjalaskoðun Matvælastofnunar og skal hann gefa út gjaldskrá fyrir eftirlit Matvælastofnunar að fengnum tillögum stofnunarinnar.
     Við gerð reglugerðar og gjaldskrár opinberra eftirlitsaðila er heimilt að taka tillit til eftirfarandi atriða:
  1. hvers konar fyrirtæki um er að ræða og viðkomandi áhættuþátta,
  2. hagsmuna fyrirtækja með litla framleiðslu,
  3. hefðbundinna aðferða við framleiðslu, vinnslu og dreifingu,
  4. þarfa fyrirtækja með aðsetur á svæðum sem líða fyrir landfræðilegar takmarkanir.

     Matvælastofnun skal afla umsagnar hlutaðeigandi hagsmunasamtaka og kynna þeim efni og forsendur reglugerðar og/eða gjaldskrár stofnunarinnar með a.m.k. eins mánaðar fyrirvara. Hafi umsagnir þeirra ekki borist Matvælastofnun að mánuði liðnum er ráðherra þó heimilt að setja reglugerð og gjaldskrá án umsagna þeirra.
     Eftirlitsgjald skal greiða samkvæmt framlögðum reikningi opinbers eftirlitsaðila.
     Innheimta má eftirlitsgjaldið með fjárnámi án undangengins dóms eða sáttar. Opinberum eftirlitsaðilum er heimilt að krefjast dráttarvaxta af ógreiddri fjárkröfu vegna eftirlits frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi.

9. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. júní 2023.