2. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. október 2023 kl. 11:30


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) formaður, kl. 11:30
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 11:30
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 11:30

Nefndarritari: Hildur Edwald

Bókað:

1) Arctic Circle Kl. 11:30
Þingmenn ræddu málstofu um fæðuöryggi á Hringborði Norðurslóða sem skipulögð er af Vestnorræna ráðinu og verður haldin fimmtudaginn 19. október. Farið var yfir dagskrá hennar og hverjir verða þátttakendur.

2) Norðurlandaráðsþing í Osló Kl. 11:40
Steinunn Þóra formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins sagði frá dagskrá Vestnorræna ráðsins á Norðurlandaráðsþingi sem fram fer í Osló dagana 30. október - 2. nóvember.

3) Fundur forsætisnefndar Vestnorræna ráðsins með DEEA í Brussel Kl. 11:50
Fundur forsætisnefndar Vestnorræna ráðsins með DEEA í Brussel var ræddur. Steinunn Þóra getur ekki tekið þátt í fundinum og ákveðið var að Eyjólfur Ármannsson fari í hennar stað.

4) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:55