18.4.2023

Alþjóðleg efnahagsmál og sjálfbærni ríkisfjármála rædd á fundi starfsfólks fjárlaganefnda og fjármálaráða OECD

Tveggja daga fundi starfsfólks fjárlaganefnda og fjármálaráða innan OECD (Efnahags- og framfarastofnunarinnar) lauk  föstudaginn 14. apríl í Hörpu í Reykjavík. Fjallað var m.a. um alþjóðleg efnahagsmál, sjálfbærni ríkisfjármála, þróun í heilbrigðisútgjöldum og velferðartækni framtíðar, loftslagsbreytingar og opinber fjármál, mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði og fyrirmyndarumgjörð um alla þætti fjárlagagerðar þjóðþinga innan OECD. 

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, bauð fundargesti velkomna og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri, Anna Sigurborg Ólafsdóttir framtíðarfræðingur og Eyþór Benediktsson hagfræðingur héldu erindi fyrir hönd Alþingis.

OECDhopur-a-Bessastodum-14.04.2023_PBO-President-Photo

Hópur starfsfólks fjárlaganefnda og fjármálaráða innan OECD að lokinni móttöku hjá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum.

Fundur-OECD-i-Reykjavik-2023-04-13_7_Ragna

Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, flutti erindi um mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði.

Fundur-OECD-i-Reykjavik-2023-04-13_6

Anna Sigurborg Ólafsdóttir, framtíðarfræðingur á nefnda- og greiningarsviði, önnur frá vinstri á borði Íslands, flutti erindi, það gerði einnig Eyþór Benediktsson, hagfræðingur á nefnda- og greiningarsviði, henni á hægri hönd. Næstir henni í röðinni eru ritarar fjárlaganefndar Alþingis, viðskiptafræðingarnir Ólafur Elfar Sigurðsson og Jón Magnússon, sá síðarnefndi einnig deildarstjóri fjárlaga- og greiningardeildar.