10.5.2021

Fjarfundur evrópskra þingforseta

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sótti í dag árlega ráðstefnu evrópskra þingforseta. Fyrirhugað var að halda ráðstefnuna í Berlín en vegna stöðunnar í heimsfaraldri ákvað Þýska sambandsþingið, sem er gestgjafi, að hún skyldi haldin í fjarfundaformi. 

Á dagskrá fundar var annars vegar umræða um tækifæri og áskoranir lýðræðisins á stafrænum tímum og hins vegar umræður um skýrslur um fjölþjóðlega samvinnu þjóðþinga í Evrópu.


Fjarfundur-evropskra-thingforseta
Dr. Wolfgang Schäuble, forseti Þýska sambandsþingsins, við fundarstjórn á ráðstefnu.