8.4.2019

Forsetar þjóðþinga EFTA-ríkja sérstakir gestir á fundi þingforseta Evrópusambandsríkja

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sækir fund forseta þjóðþinga Evrópusambandsríkja í Vínarborg 8.-9. apríl. Til fundarins er boðið forsetum þjóðþinga Evrópusambandsríkja, fulltrúum Evrópuþingsins og umsóknarríkja um aðild að ESB. Sérstakir gestir eru forseti norska Stórþingsins, forseti þjóðþings Sviss og forseti Alþingis.

Á dagskrá fundar er, meðal annars, nágrannastefna Evrópusambandsins og framtíðarstefna ESB að loknum kosningum til Evrópuþingsins vorið 2019. Í ár eru 25 ár liðin frá því að Ísland gerðist aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, EES, og þar með þátttakandi í innri markaði ESB.

Fundur-forseta-thjodthinga-Evropusambandsrikja-i-Vinarborg

 Forsetar þjóðþinga Evrópusambandsríkjanna, fulltrúar Evrópuþingsins og umsóknarríkja um aðild að ESB, ásamt forseta norska Stórþingsins, forseta þjóðþings Sviss og forseta Alþingis.

©Parlamentsdirektion/Thomas Jantzen, Johannes Zinner