25.8.2021

Fundur þingmannanefndar EES í Reykjavík 25. ágúst

Fundur þingmannanefndar EES fer fram í Hörpu í dag í boði Alþingis. Í nefndinni eiga sæti þingmenn frá Evrópuþinginu og þjóðþingum EES/EFTA-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein, auk áheyrnarfulltrúa frá svissneska þinginu. 

Dagskrárefni fundarins eru m.a. framkvæmd EES-samningsins, þátttaka EES/EFTA-ríkjanna í áætlunum ESB, uppbyggingarstyrkir EFTA, loftslagsmál, samvinna á norðurslóðum, samskipti við Bretland og samband Sviss og ESB. Þetta er fyrsti alþjóðlegi fundurinn hérlendis sem Alþingi stendur fyrir frá því í nóvember 2019.

Af hálfu Íslandsdeildar þingmannanefnda EFTA og EES sækja fundinn Smári McCarthy, formaður, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson.

Fundur-thingmannanefndar-EES-i-Reykjavik-25082021

Frá fundi þingmannanefndar EES í Hörpu. 

© Þorfinnur Ómarsson/EFTA