26.4.2023

Fundur vísinda- og tækninefndar NATO-þingsins á Íslandi 25.–27. apríl

Vísinda- og tækninefnd NATO-þingsins fundar í Reykjavík 25.–27. apríl 2023. Meðal umræðuefna á fundum nefndarinnar eru öryggismál á norðurslóðum, loftslagsbreytingar, orkuskipti og netöryggismál.

Nefndin á m.a. fund með Birgi Ármannsyni, forseta Alþingis, Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Þá mun nefndin heimsækja Hellisheiðarvirkjun og Landhelgisgæsluna.

Nefndin samanstendur af þingmönnum frá aðildarríkjum NATO. Njáll Trausti Friðbertsson er formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins. Íslandsdeildina skipa einnig Andrés Ingi Jónsson, varaformaður og Stefán Vagn Stefánsson.

Visinda-og-taekninefnd-NATO-thingsins-a-Bessastodum20230425
Vísinda- og tækninefnd NATO-þingsins í heimsókn hjá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum.

Ljósmynd / Skrifstofa forseta Íslands