22.9.2022

Heimsókn aðstoðarutanríkisráðherra Póllands

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tók í dag á móti Szymon Szynkowski vel Sęk, aðstoðarutanríkisráðherra Póllands sem m.a. fer með málefni Pólverja búsettra erlendis. 

Að loknum fundi með forseta Alþingis hitti aðstoðarráðherrann að máli formann og fulltrúa í utanríkismálanefnd. Rætt var m.a. um samskipti Íslands og Póllands, málefni Pólverja búsettra á Íslandi, mikilvægi móðurmálskennslu og stöðuna í Úkraínu.

Heimsokn-Szymon-Szynkowski-vel-S-k-adstodarutanrikisradherra-Pollands_2022_09-22_1

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, Joanna Wojtkowska, frá utanríkisráðuneyti Póllands, Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, og Szymon Szynkowski vel Sęk, aðstoðarutanríkisráðherra Póllands.

Heimsokn-Szymon-Szynkowski-vel-S-k-adstodarutanrikisradherra-Pollands_2022_09-22_3Fulltrúar úr utanríkismálanefnd ásamt gestinum frá Póllandi: Diljá Mist Einarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Bjarni Jónsson, formaður nefndarinnar, Szymon Szynkowski vel Sęk, aðstoðarutanríkisráðherra Póllands, Jakob Frímann Magnússon og Jóhann Friðrik Friðriksson.