11.5.2023

Heimsókn framkvæmdastjóra jafnréttismála hjá ESB

Helena Dalli, framkvæmdastjóri jafnréttismála hjá Evrópusambandinu, heimsótti Alþingi í dag. Átti hún annars vegar fund með Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, og hins vegar með fulltrúum úr allsherjar- og menntamálanefnd.

Á fundunum var fjallað um stöðu jafnréttismála á Íslandi, m.a. réttindi hinsegin fólks, löggjöf um jafnlaunastaðal, fyrirkomulag fæðingarorlofs og leikskólakerfi. Þá var fjallað um starfsvið framkvæmdastjóra jafnréttismála ESB, þ.á m. stefnumótun og aðgerðaáætlanir til þess að vinna gegn kynþáttahyggju og mismunun á grundvelli kyns, kynhneigðar, fötlunar, aldurs o.s.frv.

20230511_143932_Helena Dalli, framkvæmdastjóri jafnréttismála hjá Evrópusambandinu, skrifar í gestabók Alþingis. Hjá  henni stendur Birgir Ármannsson, forseti Alþingis.