6.10.2023

Heimsókn kínversks ráðherra alþjóðamála

Liu Jianchao, ráðherra alþjóðamála og fulltrúa í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins, heimsótti Alþingi í dag og átti fund með forseta Alþingis og fulltrúum þingflokka.

Rædd voru m.a. samskipti landanna og þjóðþinga þeirra, loftslagsbreytingar og aðrar hnattrænar áskoranir, og afleiðingar stríðsins í Úkraínu. Forseti Alþingis lagði áherslu á mikilvægi mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis og þakkaði góð samskipti Íslands og Kína en um þessar mundir eru 10 ár liðin frá undirritun fríverslunarsamnings milli landanna.