1.3.2022

Heimsókn sendinefndar frá franska þjóðþinginu til Alþingis

Forseti Alþingis, Birgir Ármannson, tók í morgun á móti sendinefnd frá franska þjóðþinginu sem verður á Íslandi næstu daga í opinberum erindum, í boði forseta Alþingis. Þá áttu frönsku þingmennirnir fund með fulltrúum í utanríkismálanefnd Alþingis. Ástandið í Úkraínu bar hátt á báðum fundum, ásamt því að rætt var um umhverfis- og orkumál, jafnréttismál og samskipti þjóðþinganna.

Á dagskrá heimsóknar eru m.a. fundir með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, auk þess sem sendinefndin sækir Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, heim á Bessastaði. Þá munu þingmennirnir frönsku eiga fund með fransk-íslenska viðskiptaráðinu, kynna sér Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna, auk þess að kynna sér stofnanir og fyrirtæki á sviði umhverfismála og orkuiðnaðar.

Heimsokn-sendinefndar-franska-thingsins_01032022_1Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tók á móti frönsku sendinefndinni í Alþingishúsinu.

Heimsokn-sendinefndar-franska-thingsins_01032022_3Sendinefndin sat fund með fulltrúum í utanríkismálanefnd Alþingis.