2.11.2023

Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði

Bryndís Haraldsdóttir var kjörin forseti Norðurlandaráðs fyrir árið 2024 og Oddný G. Harðardóttir varaforseti í lok Norðurlandaráðsþings í Ósló í dag. Jafnframt var kynnt formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði en yfirskrift hennar er „Friður og öryggi á norðurslóðum“.

Næsta Norðurlandaráðsþing verður haldið að ári í Reykjavík.

Oddny-varaforseti-Bryndis-forseti-Nordurlandarads-2024Oddný G. Harðardóttir, varaforseti Norðurlandaráðs, og Bryndís Haraldsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, við lok Norðurlandaráðsþings í Ósló í dag.

Ljósmynd / Magnus Fröderberg / Norden.org