12.4.2023

OECD-fundur á Íslandi 13.– 14. apríl

OECD (Efnahags- og framfarastofnunin) heldur árlegan fund starfsfólks fjárlaganefnda og fjármálaráða dagana 13. og 14. apríl í Hörpu í Reykjavík. Fundargestir eru um 100 talsins og fundarefni margvísleg álitamál sem tengjast hlutverki þjóðþinga og fjármálaráða um fjárlagagerð og opinber fjármál.

OECD heldur úti skrifstofu, The Public Management and Budgeting Division (skrifstofu fjárlaga og opinberra fjármála), sem hefur það að markmiði að árangursrík fjárlagagerð skili sér í betri rekstri og afkomu hins opinbera með því að taka saman nýjungar og endurbætur og koma á framfæri tillögum um fyrirmyndarhlutverk þjóðþinga í tengslum við áætlanagerð um opinber fjármál. Yfirmaður þeirrar skrifstofu er Íslendingur, Jón Ragnar Blöndal, sem hefur starfað hjá OECD í rúman aldarfjórðung.

Fundur-OECD-i-Reykjavik-2023-04-13_5

Við upphaf fundar starfsfólks fjárlaganefnda og fjármálaráða OECD í Hörpu.