22.4.2024

Ráðstefna evrópskra þingforseta á Spáni 22.–23. apríl

Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, sækir ráðstefnu evrópskra þingforseta 22.–23. apríl í boði forseta efri og neðri deilda þjóðþings Spánar. Ráðstefnan er að þessu sinni haldin í Palma og til hennar er boðið forsetum þjóðþinga aðildar- og umsóknarríkja ESB, auk forseta þjóðþinga EFTA-ríkja.

Á dagskrá ráðstefnu eru meðal annars áskoranir vestrænna lýðræðisríkja og þjóðþinga, átök og spenna í Úkraínu og Mið-Austurlöndum, möguleg stækkun EBS og evrópska efnahagssvæðisins, auk áskorana í loftslagsmálum.

Radstefna-evropskra-thingforseta-a-Spani-2024-04-22-23_1Filippus 6. Spánarkonungur (t.h.) tekur í hönd Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis.

Radstefna-evropskra-thingforseta-a-Spani-2024-04-22-23_2-HopmyndHópmynd af forsetum þjóðþinga aðildar- og umsóknarríkja ESB og forsetum þjóðþinga EFTA-ríkja.

Ljósmyndir/Spánarþing