13.2.2020

Samvinna á sviði jarðvarma rædd í ferð forseta Alþingis til Nýja Sjálands

Það sem hæst hefur borið í opinberri heimsókn forseta Alþingis til Nýja Sjálands síðustu daga er þingmannasamstarf, samvinna á sviði jarðvarma og möguleikar á sviði ferðaþjónustu og viðskipta. Ááætlað er að um 100 nýsjálenskir gestir sæki stóra jarðhitaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík í lok apríl.
 
Með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í för eru Helgi Hrafn Gunnarsson, 6. varaforseti Alþingis, og Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, ásamt Jörundi Kristjánssyni, forstöðumanni forsetaskrifstofu.

Í dag liggur leiðin svo heim með viðkomu í Melbourne þar sem fundað verður með forseta öldungadeildar Ástralíuþings, Scott Ryan, og forseta fylkingsþingsins í Viktoríu, Colin Brooks.
 
Heimsokn_forseta_NyjaSjaland_TrevorMallard_feb2020Helgi Hrafn Gunnarsson, 6. varaforseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, gestgjafinn Trevor Mallard, forseta nýsjálenska þingsins, og Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar.