12.10.2022

Sendinefnd frá Skotlandsþingi heimsækir Alþingi

Þingmenn af skoska þinginu, undir forystu Liam McArthur, varaforseta þess, sækja Hringborð norðurslóða í Hörpu. Með McArthur í för eru tveir þingmenn úr orku- og samgöngunefnd Skotlandsþings, þau Fiona Hyslop og Mark Ruskell. Í dag sóttu þau Alþingi heim og áttu fund með Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, ásamt formanni og 1. varaformanni umhverfis- og samgöngunefndar, þingmönnunum Vilhjálmi Árnasyni og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur. Ræddu þau m.a. áskoranir í umhverfis- og loftslagsmálum, græn umskipti í orku, orkukreppuna í Evrópu vegna stríðsins í Úkraínu og hvernig efla má samskipti milli Alþingis og Skotlandsþings.

Sendinefnd-fra-Skotlandsthingi-2022-10-12Frá vinstri: Mark Ruskell, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Fiona Hyslop, Birgir Ármannsson, Liam McArthur og Vilhjálmur Árnason.