12.5.2023

Varaforseti Úkraínuþings heimsækir Alþingi

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, átti í dag fund með varaforseta Úkraínuþings, Olenu Kondratiuk, ásamt sendinefnd í Alþingishúsinu. Þá átti Kondratiuk fund með þingmönnum í utanríkismálanefnd og hitti fulltrúa í forsætisnefnd á hádegisverðarfundi. 

Gerði hún grein fyrir brottnámi úkraínskra barna til Rússlands, hvernig draga má Rússa til ábyrgðar fyrir innrásina í Úkraínu og um aðlögun Úkraínu að vestrænum alþjóðastofnunum. Þá var einnig rætt um stöðu kvenna og jafnréttismál en varaforseti Úkraínuþings og sendinefnd frá Úkraínu sækja Kynjaþing á morgun, sem Kvennréttindafélag Íslands stendur fyrir.

Heimsokn-varaforseta-Ukrainuthings-2023-05-12_fanarFánum Íslands og Úkraínu var flaggað við Alþingishúsið í tilefni heimsóknarinnar.

Heimsokn-varaforseta-Ukrainuthings-2023-05-12_UTN_2Varaforseti Úkraínuþings hitti fulltrúa úr utanríkismálanefnd Alþingis. Frá vinstri: Teitur Björn Einarsson, Mariia Ionova, þingmaður á Úkraínuþingi, Jakob Frímann Magnússon, Diljá Mist Einarsdóttir, Jón Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar, Olena Kondratiuk, varaforseti Úkraínuþings, Logi Einarsson og Gísli Rafn Ólafsson.

Heimsokn-varaforseta-Ukrainuthings-23-05-12_forsaetisnefndFulltrúar úr forsætisnefnd hittu gestina. Frá vinstri: Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Mariia Ionova, þingmaður á Úkraínuþingi, Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, Olena Kondratiuk, varaforseti Úkraínuþings, og Oddný G. Harðardóttir.