Ólafur Örn Haraldsson

Ólafur Örn Haraldsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003 (Framsóknarflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 29. september 1947. Foreldrar: Haraldur Matthíasson (fæddur 16. mars 1908, dáinn 23. desember 1999) menntaskólakennari og kona hans Kristín S. Ólafsdóttir (fædd 16. apríl 1912, dáin 29. desember 1999) húsmóðir og kennari. Maki (31. maí 1969): Sigrún Richter (fædd 29. júní 1948) ritari. Foreldrar: Jakob H. Richter og kona hans Gytha Richter. Synir: Haraldur Örn (1971), Örvar Þór (1975), Haukur Steinn (1983).

Stúdentspróf ML 1968. B.Sc.-próf í landafræði (sagnfræði og jarðfræði) HÍ 1972. MA-próf í landafræði (skipulag byggða og bæja) í Sussex-háskóla, Englandi, 1973.

Ráðgjafi hjá Hagvangi hf. 1973–1979, framkvæmdastjóri 1980–1985. Framkvæmdastjóri innanlandsdeildar Ferðaskrifstofunnar Útsýnar 1986–1987. Framkvæmdastjóri Gallups á Íslandi 1988–1992. Sjálfstætt starfandi ráðgjafi 1993–1994. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum 2010–2017.

Í nefnd um samanburð launa háskólamenntaðra manna hjá ríki og í einkageira.

Alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003 (Framsóknarflokkur).

Umhverfisnefnd 1995–2001 (formaður), menntamálanefnd 1995–2003, sérnefnd um stjórnarskrármál 1995–1997, félagsmálanefnd 1999–2001, allsherjarnefnd 1999–2003, fjárlaganefnd 2001–2003 (formaður), heilbrigðis- og trygginganefnd 2001–2003.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 1999–2003.

Samdi ferðabók (yfir Grænlandsjökul o.fl.): Hvíti risinn (1994).

Æviágripi síðast breytt 8. janúar 2021.

Áskriftir