Tómas Ingi Olrich

Tómas Ingi Olrich

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands eystra 1991–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003 (Sjálfstæðisflokkur).

Menntamálaráðherra 2002–2003.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 13. febrúar 1943. Foreldrar: Henry Olrich (fæddur 12. september 1908) framkvæmdastjóri í Noregi og Margrét Steingrímsdóttir (fædd 27. mars 1912, dáin 8. júlí 1995) klæðskerameistari og verslunarmaður á Akureyri. Maki 1 (8. ágúst 1964): Hjördís Daníelsdóttir (fædd 26. ágúst 1945) röntgentæknir. Þau skildu. Foreldrar: Daníel Helgason og kona hans Helga Blöndal. Maki 2 (20. júní 1981): Nína Þórðardóttir (fædd 10. desember 1946) starfsmaður Ríkisútvarpsins á Akureyri. Foreldrar: Þórður Gunnarsson og kona hans Guðrún Ísberg, dóttir Guðbrands Ísbergs alþingismanns. Dætur Tómasar og Hjördísar: Margrét (1964), Helga (1965). Dætur Nínu af fyrra hjónabandi: Sunna Guðrún Sigurðardóttir (1972), Vala Þóra Sigurðardóttir (1977).

Stúdentspróf MA 1963. Nám í frönsku og sagnfræði við HÍ 1963–1964. Nám í frönsku og frönskum bókmenntum, ensku og atvinnulandafræði við Montpellier-háskóla í Frakklandi. Licence ès lettres-próf 1967, Maître ès lettres modernes 1970.

Kennari við Menntaskólann á Akureyri 1970–1991, aðstoðarskólameistari 1973–1983. Hótelstjóri Hótel Eddu Akureyri 1971–1973. Ritstjóri Íslendings á Akureyri 1984–1985. Skipaður 2. mars 2002 menntamálaráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 menntamálaráðherra, lausn 31. desember 2003.

Formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga 1983–1991. Í stjórn Skógræktarfélags Íslands 1985–1991. Formaður háskólanefndar Akureyrar 1985–1987. Sat í fyrstu stjórn Háskólans á Akureyri 1988–1990. Í stjórn Knattspyrnufélags Akureyrar 1988–1991. Formaður skipulagsnefndar Akureyrar 1990–1991. Í stjórn Slippstöðvarinnar á Akureyri 1991–1992. Í Rannsóknaráði ríkisins 1991–1993. Formaður Ferðamálaráðs Íslands síðan 1999, varaformaður þess 1993–1999. Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1995. Í fastanefnd þingmannasamtaka Norðurheimskautssvæðanna 1999–2002.

Alþingismaður Norðurlands eystra 1991–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003 (Sjálfstæðisflokkur).

Menntamálaráðherra 2002–2003.

Iðnaðarnefnd 1991–1995, menntamálanefnd 1991–2001, umhverfisnefnd 1991–1999, sérnefnd um stjórnarskrármál 1994–1996 og 2000–2002, utanríkismálanefnd 1995–2002 (formaður 1998–2002), heilbrigðis- og trygginganefnd 1999–2002, fjárlaganefnd 2001–2002.

Íslandsdeild NATO-þingsins 1991–1993 og 1999–2002 (formaður 1999–2002), Íslandsdeild ÖSE-þingsins 1993–1995 (formaður).

Ritstjóri: Íslendingur (1984–1985).

Æviágripi síðast breytt 7. október 2019.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir