Laun og starfskjör þingmanna

Álagsgreiðslur

Í lögum um þingfararkaup, nr. 88/1995, er kveðið á um að þingmenn sem gegna tilteknum embættum skuli fá fastar viðbótargreiðslur (álagsgreiðslur) sem reiknast sem prósenta af föstum launum. Þetta gildir um þá þingmenn sem gegna störfum varaforseta, formanna þingflokka og nefndarformanna, en þeir fá greitt 15% álag á föst laun. Jafnframt fær 1. varaformaður nefndar 10% álag á föst laun og 2. varaformaður fær 5% álag. Þá fær formaður flokks sem ekki er ráðherra greitt 50% álag á laun. Enginn, að undanskildum varaforsetum Alþingis, getur fengið nema eina álagsgreiðslu.