Laun og starfskjör þingmanna

Biðlaun

Alþingismaður, sem hefur setið á Alþingi eitt kjörtímabil eða lengur, á rétt á biðlaunum þegar hann hættir þingmennsku. Biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi og greiðast þau í þrjá mánuði en í sex mánuði eftir þingsetu í tvö kjörtímabil eða lengur. Taki þingmaður, sem fær biðlaun, við starfi meðan þeirra nýtur falla þau niður ef launin er starfinu fylgja eru jafnhá en ella skerðast biðlaunin sem laununum nemur.

Ráðherra á rétt á biðlaunum er hann lætur af embætti. Biðlaun eru jafnhá ráðherralaunum og greiðast þau í þrjá mánuði en í sex mánuði eftir ráðherrastörf í samfellt eitt ár eða lengur.

Forseti Alþingis nýtur sömu biðlaunaréttinda og ráðherrar.