12.3.2018

Endurgreiðsla aksturskostnaðar þingmanna í janúar 2018

Fréttatilkynning frá skrifstofu Alþingis.
12. mars 2018.

Endurgreiðsla aksturskostnaðar þingmanna í janúar 2018

Vegna umræðu sem orðið hefur í fjölmiðlum eftir birtingu upplýsinga á vef Alþingis sl. föstudag um endurgreiðslu ferðakostnaðar þingmanna innan lands vill skrifstofan árétta að upphæðir sem þar voru birtar fyrir janúarmánuð 2018 miðuðust við hvenær reikningar voru bókaðir á skrifstofu Alþingis. Ýmsir reikningar fyrir ferðaútgjöld innan lands sem stofnað var til á síðari hluta ársins 2017 bárust ekki skrifstofunni fyrr en í janúar 2018 og voru því bókaðir á þann mánuð. Endurgreiddur ferðakostnaður þeirra þingmanna sem þannig er ástatt um skiptist hins vegar með eftirfarandi hætti milli síðari hluta ársins 2017 og janúar 2018:

 Nöfn þingmanna Endur­greiddur ferða­kostnaður fyrir síðari hluta ársins 2017

Endur­greiddur  ferða­kostnaður fyrir janúar 2018 

Ásmundur Friðriksson 352.550 247.170.
Birgir Þórarinsson 73.700 136.564
Haraldur Benediktsson 248.160 0
Karl Gauti Hjaltason 13.200 58.300
Líneik Anna Sævarsdóttir 18.920 282.126
Oddný G. Harðardóttir 472.340 0
Ólafur Þór Gunnarsson 4.180

0

Páll Magnússon 12.100 67.520
Silja Dögg Gunnarsdóttir 172.260 0
Vilhjálmur Árnason 92.400 115.170