8.11.2017

Kynning fyrir nýja alþingismenn

Nýir þingmenn kjörnir í alþingiskosningunum 28. október sl. sóttu í dag kynningu í Alþingishúsinu sem haldin var að venju eftir alþingiskosningar af skrifstofu Alþingis fyrir nýja alþingismenn. Fjallað var um þingstörfin, starfsaðstöðu alþingismanna og þjónustu skrifstofunnar við þá. 

Nýir þingmenn sem náðu kjöri í alþingiskosningunum 28. október eru 19, þ.e. þeir sem ekki sátu sem aðalmenn á Alþingi á síðasta þingi. 

Landskjörstjórn hefur í samræmi við úrslit alþingiskosninganna 28. október 2017 gefið út kjörbréf 63 þingmanna og jafnmargra varamanna.

Nýir alþingismenn eftir kosningar 2017 ©Bragi Þór Jósefsson

Frá vinstri, aftasta röð: Willum Þór Þórsson, Sigurður Páll Jónsson, Ólafur  Ísleifsson, Ólafur Þór Gunnarsson. Miðröð: Þorsteinn Sæmundsson, Guðmundur Andri Thorsson, Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason, Ásmundur Einar Daðason, Karl Gauti Hjaltason, Guðmundur Ingi Kristinsson. Fremsta röð: Halla Signý Kristjánsdóttir, Anna Kolbrún Árnadóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Inga Sæland, Helga Vala Helgadóttir. Á myndina vantar Helga Hrafn Gunnarsson.