9.9.2015

Ljósmyndir frá þingsetningu

Ljósmyndir frá setningu Alþingis, 145. löggjafarþings, 8. september 2015.

Alþingi, 145. löggjafarþing, var sett þriðjudaginn 8. september 2015. Þingsetningarathöfnin hófst kl. 10.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda, prédikaði og séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónaði fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti Alþingi, 145. löggjafarþing, og að því loknu flutti  forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, ávarp. 

Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 13.00.

Þegar þingsetningarfundi var fram haldið var hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 útbýtt.