6. fundur
framtíðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 6. febrúar 2024 kl. 11:30


Mætt:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 11:30
Brynhildur Björnsdóttir (BrynB) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 11:30
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 11:45
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 11:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 11:30
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 11:30

Orri Páll Jóhannsson boðaði forföll. Ágúst Bjarni Garðarsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Logi Einarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Anna Sigurborg Ólafsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:30
Fundargerðir 4. og 5. fundar voru samþykktar.

2) Heimsókn finnsku framtíðarnefndarinnar til Íslands Kl. 11:35
Framtíðarnefnd mun eiga fund með framtíðarnefnd finnska þingsins þann 20. febrúar þar sem fjallað verður um hugsanlegt samstarf og mikilvægi framtíðarnefnda hjá þjóðþingum.

3) Boð á ráðstefnuna Futures of Democracies sem haldin verður 21.-23. febrúar Kl. 11:45
Formaður fór yfir boð til nefndarmanna á alþjóðlega ráðstefnu, Futures of Democracies, sem fjallar um framtíðarþróun lýðræðis. Ráðstefnan er skipulögð af Framtíðarsetri Íslands í samstarfi við m.a. alþjóðasamtök framtíðarfræðinga (WFSF).
Formenn framtíðarnefndar Alþingis, framtíðarnefndar finnska þingsins og þess úrúgvæska munu taka þátt í pallborði á ráðstefnunni og fjalla um hlutverk framtíðarnefnda á þjóðþingum.

4) Málstofur framtíðarnefndar Kl. 11:55
Ákveðið var að halda næstu málstofu framtíðarnefndar þann 16. febrúar kl.10:30-11:30. Umræðuefni málstofunnar verður alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind.
Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður hjá LEX mun fjalla um gervigreindartilskipun ESB með áherslu á grundvallarréttindi einstaklinga, mannlega aðkomu og gagnsæi.
Jamie Berryhill, verkefnastjóri og gervigreindarsérfræðingur hjá OECD mun fjalla um stefnu OECD í þessum málaflokki. Jamie hefur mikla þekkingu á alþjóðlegri stefnumótun um gervigreind en hann leiddi stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum í stafrænni þróun.

5) Önnur mál Kl. 12:15
Fjallað var um dagskrá næsta fundar framtíðarnefndar sem verður þann 13. febrúar nk.

Fundi slitið kl. 12:20