7. fundur
framtíðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 13. febrúar 2024 kl. 11:30


Mætt:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 11:30
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 11:30
Logi Einarsson (LE), kl. 11:50
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 11:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 11:30

Njáll Trausti Friðbertsson boðaði forföll.
Ágúst Bjarni Garðarsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Jakob Magnússon, Sigmar Guðmundsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Anna Sigurborg Ólafsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:30
Fundargerð 6. fundar var samþykkt.

2) Framtíðanefnd VR Kl. 11:40
Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur ASÍ, Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður VSFK, Victor Karl Magnússon, sérfræðingur VR, Þorvarður Bergmann Kjartansson, formaður framtíðarnefndar VR og Sigmundur Halldórsson, sérfræðingur Landssamband íslenzkra verzlunarmanna mættu á fund nefndarinnar.
Fjallað var um fyrirhugað málþing framtíðarnefnar Alþingis um áhrif gervigreindar á atvinnulíf og voru störf framtíðarnefndar VR kynnt.

3) Heimsþing framtíðarnefnda þjóðþinga í Uruguay 25.-27. september Kl. 12:45
Farið var yfir ályktun heimsþings framtíðarnefnda þjóðþinga í Uruguay 25.-27. september.

Viðfangsefni heimsþingsins var hlutverk þjóðþinga er varðar gervigreind og framtíð lýðræðis. Í ályktuninni var lögð áhersla á notkun framsýnna stjórnarhátta (en. Anticipatory Governance) sem byggjast á framtíðarfræðum til að takast á við framtíðaráskoranir. Eitt að meginhlutverkum framtíðarnefnda þjóðþinga er einmitt að vekja athygli á framsýnum stjórnarháttum innan stjórnsýslunnar og auðvelda þannig ákvarðanatöku til framtíðar litið. Kallað var eftir að framtíðarnefndir verði fastanefndir með nauðsynleg fjárráð og umboð til að sinna hlutverki sínu sem skyldi.

4) Önnur mál Kl. 13:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:00