8. fundur
framtíðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 20. febrúar 2024 kl. 11:30


Mætt:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 11:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 11:30
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 11:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 11:30

Njáll Trausti Friðbertsson var í fjarfundi.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Sigmar Guðmundsson boðuðu forföll.
Ágúst Bjarni Garðarsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Jakob Magnússon, Logi Einarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Anna Sigurborg Ólafsdóttir

Bókað:

1) Heimsókn finnsku framtíðarnefndarinnar til Íslands
Fjölmenn sendinefnd þingmanna úr framtíðarnefnd finnska þjóðþingsins kom á fund framtíðarnefndar Alþingis. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar og Aino-Kaisa Pekonen, formaður finnsku framtíðarnefndarinnar greindu frá því sem er efst á baugi í störfum nefndanna. Jafnframt var rætt um mögulega samvinnu nefndanna.

Fundi slitið kl. 13:00