9. fundur
framtíðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 19. mars 2024 kl. 11:30


Mætt:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 11:30
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 11:30
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 11:30
Logi Einarsson (LE), kl. 11:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 11:30
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 11:30

Steinunn Þóra Árnadóttir boðaði forföll.
Ágúst Bjarni Garðarsson, Jakob Frímann Magnússon, Sigmar Guðmundsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Anna Sigurborg Ólafsdóttir

Bókað:

1) Vinnustofa framtíðarnefndar Kl. 11:30
Ákveðið var að halda vinnustofu framtíðarnefndar 12. apríl nk. þar sem færi fram endurskoðun á sviðsmyndagreiningu Framtíðarseturs Íslands fyrir framtíðarnefnd um Græn umskipti og framtíðaráskoranir til ársins 2040. Unnið verði að uppfærslu og dýpkun fyrri sviðsmynda og verður í kjölfarið hægt að nálgast skýrslu Framtíðarseturs á vef setursins.

2) Starf framtíðarnefndar Kl. 11:55
A) Skýrsla um störf framtíðarnefndar 2022 og 2023
Skýrsla um störf framtíðarnefndar á árunum 2022 og 2023 var lögð fram til kynningar.

B) Minnisblað frá skrifstofu Alþingis
Farið var yfir minnisblað frá skrifstofu Alþingis og samþykkt samhljóða að fela formanni að ræða við forseta Alþingis um minnisblaðið.

3) Önnur mál Kl. 12:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:30