47. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 13. mars 2024 kl. 15:11


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 15:11
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 15:11
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 15:11
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 15:11
Brynhildur Björnsdóttir (BrynB) fyrir Kára Gautsson (KGaut), kl. 15:11
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 15:11
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:11
Logi Einarsson (LE) fyrir Dagbjörtu Hákonardóttur (DagH), kl. 15:11
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 15:11

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tók þátt í fundinum með notkun fjarfundarbúnaðar samkvæmt heimild í 17. gr. þingskapa. Hákon Hermannsson var fjarverandi. Þá vék Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir af fjarfundi kl. 17:10 og Logi Einarsson vék af fundi kl. 17:38.

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:11
Fundargerð 46. fundar var samþykkt.

2) 691. mál - meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl. Kl. 15:11
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ólaf Þór Hauksson frá embætti héraðssaksóknara frá kl. 15.11-15.35 og frá kl. 16:18 - 17:47 þau Margréti Unni Rögnvaldsdóttur og Dröfn Kærnested frá embætti ríkissaksóknara, Þyrí Höllu Steingrímsdóttur frá Lögmannafélagi Íslands, Maríu Káradóttur og Þóri Ingvarsson frá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Gunnar Örn Jónsson og Jón Hauk Hauksson frá embætti lögreglustjórans á Vesturlandi, Ásmund Jónsson frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og Páleyju Borgþórsdóttur frá Lögreglustjórafélagi Íslands. Ásmundur Jónsson og Páley Borgþórsdóttir tóku þátt í fundinum með notkun fjarfundabúnaðar skv. heimild í 3. mgr. 49. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Þá samþykkti nefndin með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu um viðbrögð ráðuneytisins við framkomnum umsögnum í málinu.

3) 707. mál - lögreglulög Kl. 15:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ólaf Þór Hauksson frá embætti héraðssaksóknara frá kl. 15:35-16:18. Fór hann yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 94. mál - brottfall laga um orlof húsmæðra Kl. 17:47
Tillaga um að Berglind Ósk Guðmundsdóttir verði framsögumaður í málinu var samþykkt. Þá var jafnframt samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

5) Önnur mál Kl. 17:48
Nefndin samþykkti að hefja frumkvæðismál um stöðu mansalsmála á Íslandi á grundvelli 26. gr. þingskapa. Þá ræddi nefndin starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:57