48. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 14. mars 2024 kl. 09:13


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:13
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:13
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:13
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:13
Brynhildur Björnsdóttir (BrynB) fyrir Kára Gautsson (KGaut), kl. 09:13
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:19
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:13
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:13
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:55

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tengdist fundinum með notkun fjarfundarbúnaðar skv. heimild í 17. gr. þingskapa. Hákon Hermannsson var fjarverandi. Þá vék Eyjólfur Ármannsson af fundi kl. 11:04.

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:13
Lið frestað.

2) 722. mál - útlendingar Kl. 09:13
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnlaug Geirsson og Arnar Sigurð Hauksson frá dómsmálaráðuneyti. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá samþykkti nefndin með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir tveimur minnisblöðum frá dómsmálaráðuneyti í tengslum við málið, auk gagna. Annars vegar var óskað eftir minnisblaði um viðbrögð ráðuneytisins við framkomnum umsögnum í málinu að umsagnarfresti liðnum. Hins vegar var óskað eftir minnisblaði og gögnum um ýmis atriði varðandi málið er lúta að reglum um rétt til fjölskyldusameiningar í íslenskri löggjöf samanborið við löggjöf annarra Norðurlanda, mati á aðstæðum í heimalandi til að uppfylla skilyrði um viðbótarvernd, framkvæmd endursendinga á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hér á landi og í öðrum Evrópulöndum, samráði við gerð frumvarpsins og loks ýmsum tölfræðiupplýsingum. Auk þess var óskað eftir frekari gögnum sem útskýra nánar hvernig framkvæmd verndarmála í öðrum Evrópuríkjum er almennt háttað.

3) 707. mál - lögreglulög Kl. 10:38
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund þau Skúla Þór Gunnsteinsson og Margréti Lilju Hjaltadóttur frá nefnd um eftirlit með störfum lögreglu og Kristínu Haraldsdóttur og Sigurð Tómas Magnússon frá Dómstólasýslunni. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 691. mál - meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl. Kl. 11:09
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund þau Kristínu Haraldsdóttur og Sigurð Tómas Magnússon frá Dómstólasýslunni. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 37. mál - málstefna íslensks táknmáls 2024–2027 og aðgerðaáætlun Kl. 11:40
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Að nefndaráliti og breytingartillögu standa allir viðstaddir nefndarmenn. Áheyrnarfulltrúi, Sigmar Guðmundsson, er jafnframt samþykkur álitinu. Eyjólfur Ármannsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

6) Önnur mál Kl. 11:54
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:59