12. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn hjá Útlendingastofnun og í Leifsstöð, fimmtudaginn 29. ágúst 2013 kl. 08:45


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:45
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:45
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:45
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:45
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:45
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:45
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:45
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:45

SSv boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Heimsókn til Útlendingastofnunar. Kl. 09:00
Nefndin fór í heimsókn til Útlendingastofnunnar og hitti þar Kristínu Völundardóttur og starfsmenn stofnunarinnar. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér starfsemi stofnunarinnar og framtíðarsýn hennar.

2) Heimsókn á Leifsstöð Kl. 11:30
Nefndin fór í heimsókn á Leifstöð og hitti þar Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjunum og starfsmenn hennar sem og Björn Óla Hauksson forstjóra Isavia. Tilgangur ferðarinnar var að fræðast um starfsemi lögreglunnar og framtíðarsýn flugvallarins.

3) Önnur mál Kl. 15:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:45