10. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. nóvember 2013 kl. 09:04


Mættir:

Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:04
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:14
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:04
Haraldur Einarsson (HE) fyrir JMS, kl. 09:04
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:04

UBK var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
HHG var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:04
Formaður kynnti fundargerð 8. og 9. fundar og voru þær samþykktar.

2) 136. mál - útlendingar Kl. 09:06
Borin var upp tillaga að SSv yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

3) 37. mál - flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar Kl. 09:10
Borin var upp sú tillaga að VilÁ yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

4) 6. mál - leikskóli að loknu fæðingarorlofi Kl. 09:13
Á fund nefndarinnar komu Erna Reynisdóttir og Þóra Jónsdóttir frá Barnaheil, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Ída Jensdóttir frá samtökum sjálfstæðra skóla. Fóru þau yfir þingsályktunina og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 09:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:55