56. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 13. mars 2014 kl. 08:34


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:31
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:34
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:34
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:36
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:34
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:01
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:34
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:36

Jóhanna María Sigmundsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:34
Nefndin samþykkti fundargerð 55. fundar.

2) 182. mál - hert viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri Kl. 09:01
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið ásamt tillögu um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

3) 246. mál - opinber skjalasöfn Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Ásgerður Kjartansdóttir og Eva Ósk Ármannsdóttir frá Félagi um skjalastjórn og Eiríkur Þorláksson og Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þá voru Laufey Eiríksdóttir frá Héraðsskjalasafni Svarfdæla og Snorri Guðjón Sigurðsson frá Héraðsskjalasafni Þingeyinga gestir nefndarinnar í gegnum síma. Eiríkur og Jón Vilberg kynntu nefndinni efni greinargerðar ráðuneytisins dags. 10. mars 2014. Aðrir gestir kynntu nefndinni afstöðu til málsins. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:10