23. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 4. desember 2014 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:50
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:30

Unnur Brá Konráðsdóttir og Vilhjálmur Árnason véku af fundi kl. 09:20.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Dagskrárlið frestað.

2) Fjárhagsstaða Ríkisútvarpsins. Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Ingvi Hrafn Óskarsson, Margrét Frímannsdóttir, Guðrún Nordal, Björg Eva Erlendsdóttir, Guðlaugur G. Sverrisson, Friðrik Rafnsson, Valgeir Vilhjálmsson og Ásthildur Sturludóttir frá stjórn Ríkisútvarpsins og Magnús Geir Þórðarson, Margrét Magnúsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir frá Ríkisútvarpinu. Fóru þau yfir fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:05