42. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 15. febrúar 2021 kl. 15:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:35
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 15:00
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 15:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:00

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 16:25.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Hildur Edwald

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 41. fundar var samþykkt.

2) 278. mál - menntastefna 2020--2030 Kl. 15:00
Nefndin ræddi við Alexander Ívar Logason, Helgu Maríu Kristinsdóttur, Hildi Jónu Valgeirsdóttur og Elísabetu Véný Þórisdóttur Schiöth frá Samtökunum menntakerfið okkar. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 365. mál - lögreglulög o.fl. Kl. 15:40
Nefndin ræddi við Árna Múla Jónasson frá Íslandsdeild Transparency International sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Ólaf Þór Hauksson frá héraðssaksóknara sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Auk þess ræddi nefndin við Skúla Þór Gunnsteinsson, Þorbjörgu Ingu Jónsdóttur og Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur frá nefnd um eftirlit með lögreglu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 16:32
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:35