3. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. október 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:20
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:35
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:10
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (HallÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir (JSkúl), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason og Birgir Þórarinsson voru fjarverandi.
Sigmar Guðmundsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 2. fundar var samþykkt.

2) 136. mál - framhaldsfræðsla Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Evu Margréti Kristinsdóttur og Hildi Margréti Hjaltested frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

3) 153. mál - kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla Kl. 09:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Berglindi Báru Sigurjónsdóttur og Fanneyju Óskarsdóttur frá dómsmálaráðuneytinu.

Nefndin samþykkti með vísan til 1. mgr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

Nefndin staðfesti umsagnabeiðnir dags. 23. september 2022, sem sendar voru með heimild formanns skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna, með tveggja vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins.

4) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 09:56
Tillaga um að nefndin flytji frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar var samþykkt.

5) Íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 10:04
Nefndin fjallaði um málið.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir bar upp tillögu, á grundvelli 51. gr. þingskapa, um að fara fram á að Útlendingastofnun afhendi Alþingi allar umsóknir um ríkisborgararétt með lögum, sem bárust frá 2. maí 2022 til og með 1. október 2022, ásamt umsögnum þeim sem lög mæla fyrir um, eigi síðar en 25. október nk. Var tillagan samþykkt.

6) 32. mál - lögreglulög Kl. 09:22
Tillaga um að Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) Fræðsluferð til Noregs og Danmerkur 2022 Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið.

8) 212. mál - landamæri Kl. 09:24
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

9) 277. mál - gjaldþrotaskipti o.fl. Kl. 09:55
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

10) 278. mál - meðferð einkamála o.fl. Kl. 09:55
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

11) Önnur mál Kl. 10:48
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55