13. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. nóvember 2023 kl. 13:50


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 13:50
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 13:50
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 13:55
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 13:50
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:55
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 13:50
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:50
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:50
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur (LínS), kl. 13:55
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 13:50

Líneik Anna Sævarsdóttir mætti kl. 16:45 og vék Jóhann Friðrik Friðriksson þá af fundi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) 485. mál - vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga Kl. 13:58
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund eftirfarandi gesti:

Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, Sigurð Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneyti og Guðrúnu Þorleifsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, Hinriku Söndru Ingimundardóttur og Drífu Kristínu Sigurðardóttur frá dómsmálaráðuneyti, Víði Reynisson frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Ara Guðmundsson frá Verkís.

Steinunni Fjólu Sigurðardóttur frá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneyti og Valgerði Eggertsdóttur og Maríu Hrönn Guðmundsdóttur Busk frá innviðaráðuneyti.

Bergþóru Þorkelsdóttur frá Vegagerðinni, Ólaf Árnason og Egil Þórarinsson frá Skipulagsstofnun, Sigrúnu Ágústsdóttur og Hlín Gísladóttur frá Umhverfisstofnun, Eydísi Líndal Finnbogadóttur frá Náttúrufræðistofnun og Rúnar Leifsson og Þór Hjaltalín frá Minjastofnun Íslands.

Huldu Ragnheiði Árnadóttur frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.

Björgu Evu Erlendsdóttur frá Landvernd og Árna Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.

Aðalheiði Jóhannsdóttur prófessor í umhverfis- og auðlindarétti og Trausta Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands.

Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

2) Önnur mál Kl. 18:35
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

Að beiðni Líneikar Önnu Sævarsdóttur samþykkti nefndin að halda opinn fund, sbr. 3. mgr. 19. gr. þingskapa, um stöðu íslenskunnar og að menningar- og viðskiptaráðherra verði gestur fundarins.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:45