25. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. desember 2023 kl. 09:11


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:11
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:11
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:15
Greta Ósk Óskarsdóttir (GÓÓ) fyrir Lenya Rún Taha Karim (LenK), kl. 09:11
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:11
Kári Gautason (KGaut), kl. 09:11
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:11
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:11

Bergþór Ólason og Birgir Þórarinsson voru fjarverandi.


Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:11
Fundargerðir 23. og 24. fundar voru samþykktar.

2) 349. mál - vopnalög Kl. 09:11
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Magnús Ragnarsson frá Skotíþróttasambandi Íslands, Kristínu Þórðardóttur, Önnu Lilju Ragnarsdóttur og Ingibjörgu Björnsdóttur frá sýslumannaráði, sem tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað, og loks Þórhall Borgarsson, sem tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

3) Heiðurslaun listamanna Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 09:20
Nefndin ræddi starfið framundan og fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:13