33. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 23. janúar 2024 kl. 09:22


Mætt:

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 10:30
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:22
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:22
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:31
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:22
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:22

Bryndís Haraldsdóttir og Eyjólfur Ármannsson boðuðu forföll. Bergþór Ólason var fjarverandi.

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Líneik Anna Sævarsdóttir stýrði fundinum í fjarveru formanns og annarra varaformanna, sbr. 3. mgr. 4. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:22
Fundargerðir 30.-32. fundar voru samþykktar.

2) 511. mál - aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Kl. 09:22
Nefndin ræddi málið og fékk á sinn fund þau Örnu Kristínu Einarsdóttur, Hallgrím J. Ámundason,
og Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur frá menningar- og viðskiptaráðuneyti, Sigríði Geirsdóttur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og Lindu Rós Alfreðsdóttur og Óskar Hauk Níelsson frá mennta- og barnamálaráðuneyti. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 449. mál - almennar sanngirnisbætur Kl. 09:53
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund þau Árna H. Kristjánsson, Rósu Ólöfu Ólafíudóttur og Viðar Eggertsson. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 24. mál - háskólar Kl. 11:05
Tillaga um að Berglind Ósk Guðmundsdóttir verði framsögumaður í málinu var samþykkt. Þá var jafnframt samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

5) Önnur mál Kl. 11:05
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:09