22. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. janúar 2012 kl. 10:00


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 10:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:10
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 10:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 10:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 12. mál - úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði Kl. 10:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Kjartan Gunnarsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Bryndísi Helgadóttur og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur frá innanríkisráðuneyti og Tryggva Axelsson frá Neytendastofu.

2) Skipun undirnefndar til að fjalla um heiðurslaun listamanna. Kl. 11:00
BGS, ÞKG og ÞBack voru skipuð í undirnefnd til að fjalla um heiðurslaun listamanna og breytingar á fyrirkomulagi þeirra.

3) Önnur mál. Kl. 11:05
RR spurði formann um fyrirkomulag funda næstu vikur og mánuði.
Fleira var ekki gert.
SF boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.

Fundi slitið kl. 11:10