52. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 09:00


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:00
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:05
Fundargerðir 40. og 43. - 47. funda voru staðfestar.

2) 683. mál - dómstólar Kl. 09:05
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur, Höllu Gunnarsdóttur og Svanhildi Bogadóttur frá innanríkisráðuneyti.

3) 686. mál - greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota Kl. 09:20
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur, Höllu Gunnarsdóttur og Svanhildi Bogadóttur frá innanríkisráðuneyti sem kynntu málið fyrir nefndinni.

4) 748. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 09:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Hjálmar Jónsson og Sigurð Má Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands, Pál Magnússon frá Ríkisútvarpinu, Elínu Helgu Sveinbjörnsdóttur, Guðmund S. Maríusson og Hjalta Jónsson frá Sambandi ísl. auglýsingastofa, Hilmar Sigurðsson frá Sambandi ísl. kvikmyndaframleiðenda, Sonju Bjarnadóttur frá Samkeppniseftirlitinu, Harald Birgisson frá Viðskiptaráði Íslands og Þorbjörn Broddason.



5) 8. mál - meðferð sakamála og meðferð einkamála Kl. 11:50
Ekki gafst tími til að fjalla um málið.

6) Önnur mál. Kl. 11:50
ÞBack vék af fundi kl. 11.00.
SF vék af fundi kl. 11.30.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50