53. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 09:00


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:30
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Fundargerðir lágu ekki fyrir.

2) 599. mál - fjölmiðlar Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðmund Sigurðsson og Sonju Bjarnadóttur frá Samkeppniseftirlitinu.

3) 748. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 09:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ara Edwald frá 365-miðlum, Ernu Guðmundsdóttur og Hallgrím Indriðason frá Bandalagi háskólamanna, Sonju Ýr Þorbergsdóttur frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Dóru Sif Tynes frá Fjarskiptum ehf., Guðjón Axel Guðjónsson frá Samtökum atvinnulífsins, Lárus M.K. Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu, Friðrik Friðriksson frá Skjánum, Björn Davíðsson frá Snerpu og Arnþrúði Karlsdóttur frá Útvarpi Sögu.



4) 8. mál - meðferð sakamála og meðferð einkamála Kl. 11:50
Málið var tekið af dagskrá.

Fundi slitið kl. 12:00